FAQ

Skilmálar 

Fyrirtækjaupplýsingar. 

Vefverslunin Anne litla er rekin af Íslensk fegurð ehf. Kt 601299-7129.

Nesvegur 2 , 

340 Stykkishólmur – Iceland.

S: 8550011.

annelitla@hotmail.com.

 

Verð á vöru og sendingakostnaður

Anne litla áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.

Anne litla áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Anne litla  ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Anne litla til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Við sendum allar vörur með Íslandspósti .

 • Verðið er 900 kr fyrir sendingu á pósthús 
 • frí heimsending á pósthús ef verslað er 10.000kr eða meira.
 • Við sendum vörurnar samdægurs sé pantað fyrir klukkan 13.00 á daginn.

Hægt er að velja um að sækja vöru til okkar og eru upplýsingar um opnunartíma á heimasíðunni. Ef vara er ekki sótt innan 6 mánaða er hún sett aftur í sölu.

Greiðsla


Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun.
Reikningsnr: 0537-26-601299  kt. 601299-7129  

Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Netgíró. Farið í gegnum örugga greiðslusíðu Netgíró.

Við endurgreiðslu á vöru sem hefur verið afhent er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla(ef keypt er i vefverslun). Er meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ekki er hægt að skila né skipta vöru sem ekki lengur er til sölu.

Inneignarnótur/gjafabréf er ekki hægt að nota á útsölu eða með öðrum afslætti.

Útsöluvörum fæst aðeins skipt í aðrar útsöluvörur

Vörum keyptum á Lagersölu fæst hvorki skipt né skilað.

Ef að þú þarft að skila vöru sem þú keyptir hjá okkur er best að hafa samband í gegnum netfangið annelitla@hotmail.com.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Persónuupplýsingar

Við leggjum áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina okkar og förum með slíkar upplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Við söfnum eingöngu upplýsingum um viðskiptavini okkar til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

Um söfnun persónuupplýsinga:

Við söfnum og vinnum með persónuupplýsingar til að:

 • Halda utan um og vinna með pantanir og vörukaup.
 • Auðkenna viðskiptavini.
 • Geta afhent keypta vöru, tilkynnt um stöðu pöntunar og til að geta haft samband við viðskiptavini okkar vegna spurninga eða upplýsinga um afhendingu.
 • Geta staðfest heimilisfang viðskiptavinar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
 • Geta aðstoðað viðskiptivini við vöruskil og/eða kvartanir.
 • Hafa umsjón með aðgangi viðskiptavina að vefmiðlum okkar.
 • Hafa yfirlit með vörukaupum.
 • Hafa yfirlit um vöru- og greiðslusögu viðskiptavina.
 • Markaðssetja vörur með tölvupóstum, áminningum um gleymdar/geymdar innkaupakörfur og samfélagsmiðlum.
 • Eiga samskipti við viðskiptavini okkar í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla.
 • Geta rannsakað kvartanir.
 • Uppfylla lagalegar skyldur á borð við öryggisskuldbindingar vegna vöru. Þurfi að innkalla vöru eða upplýsa viðskiptavini um öryggi vöru gætum við þurft að láta af hendi upplýsingar eða samskipti til almennings og/eða viðskiptavina.
 • Bæta þjónustu og vöruframboð okkar og auka öryggi fyrir viðskiptavini.
 • Koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar og koma í veg fyrir glæpi gegn fyrirtækinu.
 • Koma í veg fyrir ruslpóst og allar óleyfilegar aðgerðir.
 • Einfalda notkun á þjónustu með því að geyma upplýsingar um viðskiptavini, greiðsluleiðir, sendingarmáta og þess háttar.